English

Útskrift úr fjölþættri heilsueflingu í mars 2022

Í marsmánuði útskrifuðust þrír hópar á vegum Janusar heilsueflingar úr tveggja áraheilsueflingarverkefni. Hér var um að ræða hópa í samstarfi við sveitarfélögin í Grindavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ.

Í marsmánuði útskrifuðust þrír hópar á vegum Janusar heilsueflingar úr tveggja áraheilsueflingarverkefni. Hér var um að ræða hópa í samstarfi við sveitarfélögin í Grindavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þátttakendur í þessum hópum áttu það sameiginlegt að hefjaþátttöku í verkefninu við upphaf Covid-19 faraldursins eða í byrjun árs 2020. Það rétt náðist aðmæla þátttakendurna í sveitarfélögunum þremur áður en öllu var skellt í lás vegnasóttvarnartakmarkana eins og þekkt er. Þátttaka þeirra síðustu tvö árin litaðist af Covid-19takmörkunum í bland við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi. Þrátt fyrir allar þær áskoranir semsteðjuðu að þessum hópum, sem og öðrum þátttakendum okkar, þá hélt starfsemin áfram.Heilsueflingin var iðkuð í því formi sem mögulegt var hverju sinni og fjarþjálfun nýtt eins og kosturvar þegar samkomutakmarkanir stóðu sem hæst. Við viljum hrósa þeim þátttakendum semútskrifuðust nú í mars fyrir þrautseigju og dugnað. Árangurinn var mjög eftirtektarverður þegarmælingar eru skoðaðar. Margir af þessum þátttakendum hafa ákveðið að halda áfram sinniheilsueflingu á vegum Janusar heilsueflingar meðan aðrir vilja láta reyna á sjálfbærni sína og eigiðheilsulæsi. Öllum óskum við góðrar heilsueflingar og þökkum fyrir okkur. Hér að neðan má sjámyndir frá útskriftarveislum þátttakenda.

Heilsupistill.pdf

Hlaða niður

Fleiri fréttir