English

Ráðandi þættir um heilsu og lífsgæði eldri aldurshópa í tveggja ára heilsueflingarverkefni

Með hækkandi lífaldri íslenskrar þjóðar og hliðrun í aldurssamsetningu er mikilvægt að huga vel að heilsu og lífsgæðum eldra fólks. Sýnt hefur verið fram á að þjálfunaríhlutun bæti andlega, félagslega og líkamlega heilsu aldraðra.

Tveggja ára fjölþætt heilsuefling samanstóð af daglegri þolþjálfun, styrktarþjálfun tvisvar sinnum í viku og fjórum fræðsluerindum um heilsutengda þætti á hverju sex mánaða tímabili í tvö ár. Þátttakendur (n=359) voru á aldrinum 65 til 96 ára (meðalaldur 72 ár; 60% konur og 40% karlar) úr tveimur sveitarfélögum. Könnuð var líkamleg virkni þátttakenda, hreyfifærni og afkastasgeta. Þá voru lagðir fyrirfélagslegir og lýðfræðilegir spurningarlistar auk spurninga um heilsufar á sex mánaða fresti. EQ-5D-5L spurningalistinn var notaður til að meta eigin heilsu (VAS stig) og greina EQ stuðul hjá þátttakendum. Breytingar á VAS stigum á tveggja ára tímabili voru greindar í þeim tilgangi að skoða áhrif áðurnefndra samfélagsfræðilegra og líkamlega breyta á niðurstöðurnar.Niðurstöður: Meðal VAS stig hækkaði marktækt og stöðugt á tveggja ára tímabili, úr 71.98 í 86.46 (p <0,001). Upphaflega VAS stigið sýndi neikvætt samband við breytingu á VAS stigi (p <0,001), en EQ stuðullinn á 0,1 hafði jákvæða tengingu við niðurstöður (p <0,001). Hjá kvenkyns þátttakendum voru breytingar á auknum fjölda skipta í styrktarþjálfun í viku (p <0,001) og 6 mínútna gönguprófi (p <0,001) en hjá körlum hafði aukinn gripstyrkur jákvæða tenginguvið breytingar á VAS stigi (p <0,001).Umræða: Þátttakendur upplifðu bætta eign heilsu jafnt og þétt með tveggja ára þjálfunar- og heilsueflingaríhlutun. Þetta á sérstaklega við um fólk sem metur heilsu sína frekar lága í upphafi en greinir ekki frá vandamálum tengdum hreyfigetu, venjulegum athöfnum, sjálfsumönnun, sársauka og vanlíðan eða kvíða og þunglyndi. Að teknu tilliti til jákvæðra tengsla við VAS stigið er æskilegt að þjálfunaráætlanir fyrir eldri konur og karla nái til þol- og styrkarþjálfunar. Áætlanir þurfa að hafa tenginu við mælanlegan bættan árangur í styrk og styrktarþjálfun.

Heilsupistill.pdf

Hlaða niður

Fleiri fréttir