Hreyfing eldri aldurshópa
Þessi pistill fjallar um mikilvægi hreyfingar fyrir eldri aldurshópa sem og áhrif hennar á líkamlega- og andlega líðan og öldrunarferlið. Góð heilsa og markviss hreyfing á efri árum hjálpar til við að viðhalda daglegri hreyfifærni sem gerir okkur kleift að sinna athöfnum daglegs lífs og vera sjálfstæð lengur.
Hreyfing eldri aldurshópa
Sýnt hefur verið fram á að reglubundin hreyfing í daglegu lífi stuðlar aðbættri heilsu á efri árum. Hún getur haft jákvæð áhrif á líkamlega, andlegaog félagslega líðan. Aukin hreyfing þjálfar auk þess jafnvægi, samhæfinguog stuðlar að liðleika og hreyfanleika. Þá bætir hún afkastagetu og hefurjákvæð áhrif á ónæmiskerfið og heilastarfsemina. Markviss heilsuefling gerir okkur kleift að sinna athöfnum daglegs lífs ogvera sjálfstæð lengur. Nútíma lífsstíll þarf því að byggja á daglegri hreyfinguhvers og eins þar sem ráðleggingum helstu heilbrigðisstofnana heimsins erfylgt eftir; dagleg hreyfing í að minnsta kosti 30 mínútur á dag ogstyrktarþjálfun tvisvar til þrisvar sinnum í viku.
Hreyfing virkar!
Heilsuefling þarf að byggja á daglegri hreyfingu, styrktarþjálfunog fræðslu um næringu og aðra heilsutengda þætti.Heilsueflingarferli af þessum toga hefur fjölmörg jákvæð áhrif álíkamlegar takmarkanir og veikindi.Heilsufarslegur ávinningur er háður líkamlegu formi eðaafkastagetu hvers einstaklings. Tíðni æfinga og ákefð áæfingum eru mikilvægir þættir. Með tíðninni er átt við hve oft eræft til dæmis í hverri viku og með ákefðinni er átt við hve mikiðálagið skal vera þegar æft er. Hver á til dæmis hjartslátturinnað vera þegar þolþjálfun er stunduð, eins og ganga eða hveþung skulu lóðin vera þegar styrkja á vöðvana.Fjölmargir möguleikar eru til að efla heilsu og velferð. Það erumeðal annars gönguferðir, sundferðir, ganga á skíðum, að hjóla,dansa eða að hlaupa ef þú treystir þér til. Mikilvægt er að stillaákefð eða álagi í hóf og gefa sér tíma í að byggja sig upp ef þúhefur ekki hreyft þig reglulega. Æskilegt er fyrir eldri aldurshópaað hreyfa sig um 30 mínútur á dag alla daga vikunnar.