English

Skilmálar

Kæri viðskiptavinur Janusar heilsueflingar

Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi viðskiptaskilmála. Með kaupum að áskrift hjá Janusi heilsueflingu samþykkir þú eftirfarandi skilmála. Janus heilsuefling selur aðgang að heilsueflingu í áskrift með vefsölu. Áskrift þarf að segja upp nema annað sé tekið fram. Í boði er áskrift með sex eða tólf mánaða uppsagnarákvæði.
Skilmálar áskriftarsamnings: Eftirfarandi samningur er á milli Janusar heilsueflingar og áskrifanda um almennar skyldur Janusar heilsueflingar og áskrifanda meðan á virkri aðild stendur. Samningurinn tekur til allra aðildarsamninga sem áskrifandi gerir við Janus heilsueflingu.

Skyldur Janusar heilsueflingar:
Janus heilsuefling skuldbindur sig til að veita þá þjónustu sem auglýst var áskrifanda áður en áskrifandi staðfesti áskriftarsamning sinn.

Skyldur áskrifanda: Áskrifandi sækir þjálfun og þjónustu Janusar heilsueflingar á eigin ábyrgð. Áskrifandi fullyrðir með samþykki á skilmálum þessum að honum sé óhætt að stunda líkamsrækt og að honum sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Áskrifandi stundar æfingar á eigin ábyrgð og firrir Janus heilsueflingu allri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir. Janus heilsuefling ber enga ábyrgð á líkamstjóni áskrifanda nema það verði sannanlega rakið til stórfellds gáleysis Janusar heilsueflingar eða starfsmanna þess. Áskrifanda er ekki heimilt að framselja rétt sinn til annars aðila. Þá getur áskrifandi ekki geymt rétt sinn til skemmri eða lengri tíma með því að leggja inn áskriftina.

Greiðsla í áskrift ÓTÍMABUNDINN SAMNINGUR: Ótímabundinn samningur inniheldur binditíma í 6 eða 12 mánuði. Fyrsta greiðslan er gerð á kaupdegi og er staðgreiðsla. Eftirfarandi greiðslur í áskrift greiðist í byrjun hvers mánaðar óháð kaupdegi. Tímabilið miðast við kaupdag hvers viðskiptavinar. Áskriftin heldur áfram þar til skrifleg uppsögn berst, óháð mætingu. Uppsagnafrestur er sex eða tólf mánuðir og miðast við næstu mánaðarmót frá uppsögn. Áskriftargjaldið er innheimt í byrjun hvers mánaðar með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða af bankareikningi. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu, þar til uppsögn er lögð inn með viðeigandi uppsagnarákvæði. Takist skuldfærslan fyrir mánaðargjaldinu ekki um mánaðarmót, berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef þrír mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangurinn ásamt því að send er önnur tilkynning til viðskiptavinar. Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla tekst.Janus heilsuefling áskilur sér rétt til verðbreytinga. Áskriftargjald samninga getur hækkað einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun. Hækki Janus heilsuefling gjaldið umfram það getur áskrifandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust.

Uppsögn: Ekki er hægt að segja upp tímabundnum samningum fyrr en að binditíma loknum. Hægt er að segja upp ótímabundnum samningum eftir að binditíma líkur með því að hafa beint samband við Janus heilsueflingu í gegnum tölvupóstinn askrift@janusheilsuefling.is eða í gegnum síma 546 1232. Mánaðargjöld eru ekki endurgreidd, óháð mætingu.