fréttir
Hvað er að frétta?
Hér má finna fréttir af starfseminni. Janus heilsuefling gefur reglulega út heilsupistla sem fjalla um helstu þætti heilbrigðs lífernis. Hér má einnig nálgast rannsóknir tengdar fjölþættri heilsueflingu.
Í flestum löndum heims ná íbúar stöðugt hærri aldri og því er mikilvægt að rannsaka heilsu fólks á efri árum. Rannsóknir benda til þess að virkur lífsstíll og fjölbreytt þjálfun hafi margvíslegan heilsutengdan ávinning í för með sér auk þess sem þjálfunin getur dregið úr ýmsum áhættuþáttum sem tengjast aldri.
Lesa meiraMeð hækkandi lífaldri íslenskrar þjóðar og hliðrun í aldurssamsetningu er mikilvægt að huga vel að heilsu og lífsgæðum eldra fólks. Sýnt hefur verið fram á að þjálfunaríhlutun bæti andlega, félagslega og líkamlega heilsu aldraðra.
Lesa meiraEldri borgarar er sá hópur sem reiðir sig hvað mest á stuðning heilbrigðis- og velferðarþjónustu í samfélaginu. Góð hreyfigeta á efri árum getur haft jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og sjálfstæði. Slök hreyfigeta getur aftur á móti skert athafnir daglegs lífs og dregið úr lífsgæðum og sjálfstæði.
Lesa meiraMarkviss heilsuefling eldri aldurshópa með áherslu á þol- og styrktarþjálfun getur aukið verulega líkamlega afkastagetu þeirra og heilsu. Góð hreyfifærni og bætt afkastageta gerir eldri einstaklingum kleift að sinna athöfnum daglegs lífs lengur og getur þannig haft veruleg jákvæð áhrif á daglegt líf einstaklinga þrátt fyrir háan aldur.
Lesa meiraJanus heilsuefling ætlar að halda golfmót fyrir þátttakendur sína. Mótið fer fram mánudaginn 23. maí og leikið verður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Spilað verður Texas scramble fyrirkomulag þar sem betra högg er valið hverju sinni.
Lesa meiraÍ marsmánuði útskrifuðust þrír hópar á vegum Janusar heilsueflingar úr tveggja áraheilsueflingarverkefni. Hér var um að ræða hópa í samstarfi við sveitarfélögin í Grindavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ.
Lesa meiraÞessi pistill er unninn upp úr metsölubókinni Þess vegna sofum við eftir Matthew Walker, prófessor í taugavísindum og sálfræði, við Kaliforníuháskóla í Berkeley.
Lesa meiraTeygjuæfingar er ein af fjórum tegundum heilsutengdrar líkamlegrar þjálfunar ásamt styrk, þoli og jafnvægi sem mikilvægt er að leggja rækt við. Að halda góðum liðleika eða hreyfanleika í liðum er mikilvægur þáttur þegar við eldumst.
Lesa meiraÍ þessum pistli er fjallað um mikilvægi góðrar næringar á efri árum þar sem næringin er einn af lykilþáttum í heilsu okkar og velferð. Á öllum æviskeiðum þurfum við að huga vel að heilsunni en með hækkandi aldri þarf að leggja enn meiri áherslu á góða næringu þar sem þörfin fyrir ýmis næringarefni eykst og breytist.
Lesa meiraMarkmið og markmiðasetning er tæki sem upplagt er að nýta til að ná tökum á breyttum aðstæðum, samhliða því sem við endurskipuleggjum okkar athafnir og langanir til styttri eða lengri tíma. Hvaða þættir eru það í lífinu í dag sem æskilegt er að setja í forgang á næstu vikum, mánuðum og árum?
Lesa meiraStyrktarþjálfun er ein af fjórum tegundum heilsutengdrar líkamlegrar þjálfunar ásamt þoli, jafnvægi og liðleika sem mikilvægt er að stunda reglulega. Helst ættu allar fjórar tegundir þjálfunar að vera hluti af reglubundinni heilsueflingu. Í þessum pistli er tekin fyrir styrktarþjálfun fullorðinna en einnig leggjum við áherslu á að þátttakendur okkar stundi þol- liðleika og jafnvægisþjálfun.
Lesa meiraÞessi pistill fjallar um mikilvægi hreyfingar fyrir eldri aldurshópa sem og áhrif hennar á líkamlega- og andlega líðan og öldrunarferlið. Góð heilsa og markviss hreyfing á efri árum hjálpar til við að viðhalda daglegri hreyfifærni sem gerir okkur kleift að sinna athöfnum daglegs lífs og vera sjálfstæð lengur.
Lesa meira