Golfmót Janusar heilsuelfingar - Janus Open
Janus heilsuefling ætlar að halda golfmót fyrir þátttakendur sína. Mótið fer fram mánudaginn 23. maí og leikið verður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Spilað verður Texas scramble fyrirkomulag þar sem betra högg er valið hverju sinni.
Þátttakendur geta skráð sig í gegnum tölvupóst. Senda þarf póst á einar@janusheilsuefling.is og póstinum þarf að fylgja nafn, kennitala, sími og forgjöf.
