Fjölþætt heilsuefling nálgun að árangursríkri öldrun
Í flestum löndum heims ná íbúar stöðugt hærri aldri og því er mikilvægt að rannsaka heilsu fólks á efri árum. Rannsóknir benda til þess að virkur lífsstíll og fjölbreytt þjálfun hafi margvíslegan heilsutengdan ávinning í för með sér auk þess sem þjálfunin getur dregið úr ýmsum áhættuþáttum sem tengjast aldri.
Gögn um daglega hreyfingu almennings gefa til kynna að rúmlega þriðjungur íbúa heims nái ekki einu sinni ráðlögðu lágmarki daglegrar hreyfingar.Þrátt fyrir mikla þekkingu á jákvæðum áhrifum af reglubundinni hreyfingu ferhreyfing minnkandi og árið 2009 var talið að hlutfall þeirra jarðarbúa semværu óvirkir eða hreyfðu sig ekki sem neinu næmi væri um 17%. Í rannsóknum kemur fram að 6–10% dauðsfalla tengist sjúkdómum semmegi rekja til hreyfingarleysis. Talið er að þessi tala sé jafnvel hærri, eða um30% þegar um er að ræða tiltekna hjarta- og æðasjúkdóma tengda blóðþurrð.Árið 2007 var talið að koma mætti í veg fyrir um 5,5 milljónir dauðsfalla afvöldum sjúkdóma, sem ekki eru smitandi, með því að fá kyrrsetufólk til aðstunda hreyfingu. Hreyfingarleysi á heimsvísu hefur samt aukist þó að þekkingá þjálfunaraðferðum sem leiða til bættrar heilsu hafi farið vaxandi. Þessuástandi er líkt við heimsfaraldur því að það snertir ekki einungis heilsu fólksheldur eru afleiðingarnar einnig efnahagslegar, umhverfislegar og félagslegar.
Snið rannsóknarinnar var víxlað þar sem þátttakendum (n=117) var skipt afhandahófi í tvo hópa, fyrri þjálfunarhóp (n=56) og seinni þjálfunarhóp (n=61).Að loknum grunnmælingum og síðan skiptingu í hópa stóð þjálfunar- ogrannsóknartími yfir á þremur sex mánaða tímabilum. Fyrri þjálfunarhópur tókþátt í sex mánaða fjölþættri þjálfun (6-MTI) auk þess sem hann fékk næringarog heilsuráðgjöf en seinni þjálfunarhópurinn var viðmiðunarhópur í sexmánuði. Eftir 6-MTI hjá fyrri þjálfunarhópi og biðtíma hjá seinni þjálfunarhópivoru grunnmælingar endurteknar. Þegar þessum mælingum var lokið laukafskiptum af fyrri þjálfunarhópi en seinni þjálfunarhópur tók þátt ísambærilegri 6-MTI og fyrri þjálfunarhópur. Eftir seinna 6-MTI-tímabilið vorumælingar aftur endurteknar hjá báðum hópum. Þar með lauk afskiptumrannsakenda af seinni þjálfunarhópi. Sex mánuðum eftir að seinniþjálfunarhópur lauk sinni þjálfun voru mælingar endurteknar í fjórða sinn ábáðum hópum. Að því loknu lauk rannsókninni formlega.